Sjálfseignarstofnunin Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi var stofnuð 17. mars 1979 af 9 klúbbum og félögum í Kópavogi Markmiðið með stofnuninni var að reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða og við vígsluna 20. maí 1982 var heimilinu gefið nafnið Sunnuhlíð. Samstarf félaganna og klúbbana sem standa að hinni margvíslegu uppbyggingu og þjónustu við aldraða hefur gengið undir nafninu Sunnuhlíðarsamtökin.
Frá 1. janúar 2014 er Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili og dagdvöl rekin af Vigdísarholti, félagi í eigu velferðarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneyis.
Framkvæmdastjóri Vigdísarholts ehf. (rekstraraðila hjúkrunarheimilisins) Kristján Sigurðsson
Hjúkrunarforstjóri er Dagmar H. Matthíasdóttir
Læknir hjúkrunarheimilisins er Þorkell Guðmundsson
Forstöðukona Dagdvalar er Gunnhildur Sigurðardóttir
Á stikanum hér til vinstri eru upplýsingar um símanúmer og netföng í Sunnuhlíð.